Hulda Guðný Jónsdóttir

30. maí 2004

Jæja þetta var frábær dagur hjá mér í gær, það kom fullt af fólki í kaffi auk þess sem margir hringdu, sendu skilaboð og settu hér inn afmæliskveðju. Þakka ég öllum fyrir mig.
Helga ég þakka vel fyrir ráðleggingarnar með garnhnykilinn til að rata aftur heim.
Nú er formúlan búin í dag og náði ég að halda mér vakandi alla keppnina sem hefur ekki gerst í síðustu tveimur keppnum. Auðvitað vann Schumacker og Barrichello í öðru en báðir McLaren bílarnir duttu út (aumingja þeir, gengur KANNSKI betur næst).
Núna ætla ég að reyna að koma sláttuvélinni í gang og slá blettinn því ég nenni ekki að horfa á Indy 500 kappaksturinn sem fer að byrja á Sýn.

27. maí 2004

Ég er ennþá á lífi þó ég hafi ekki bloggað í nokkra daga. Ég fór til Grenivíkur í gær og hjálpaði Brynju systir að þrífa örlítið íbúðina sem hún er að fara úr. Þegar við vorum búnar settumst við út í sólskynið og kjöftuðum. Við byrjuðum að planleggja ferð upp á Kaldbak og komumst að því að við þyrftum örugglega að hafa þetta eins og mennirnir sem fara upp á Everest því við þyrftum að setja upp fyrstu og aðrar búðir því ekki reiknuðum við með að fara þetta á einum degi (hehehe). Við þurfum líka að útvega okkur súrefniskúta ef við skyldum ekki þola þunna loftið þarna uppi.
Nei nei þetta er bara smá spaug við ætlum bara að gefa okkur góðan tíma í þetta, fara með nesti (ekki nýja skó maður fær bara hælsæri) og myndavél því ofan af Kaldbak á að vera besta útsýnið yfir Eyjafjörð.
Fyrir þá sem ekki vita á ég afmæli á laugardaginn og þarf því að fara að baka ef einhverjir koma til með að kíkja í kaffi (þið ráðið því hvort þið takið þessu sem boði).

24. maí 2004

Jæja dagarnir þokast áfram en lítið gerist. Við fórum í sveitaferð á fimmtudaginn síðasta og skoðuðum litlu lömbin. Yngri sonur minn kom hlaupandi til mín og sagði að stóra lambið ætti tvö lítil lömb, annað svart og hitt hvítt. Drengirnir mínir voru þó ekkert of hrifnir af lyktinni í fjárhúsunum allavegna ekki sá eldri. Ég og systir mín skemmtum okkur konunglega og vorum hreinlega eins og heima hjá okkur. Sonur systur minnar sem er 4. ára fannst kindurnar heldur óþrifalegar að gera stykkin sín þar sem þær stóðu og sagði að maðurinn (bóndinn) þyrfti að kaupa klósett handa kindunum. Annars gekk dagurinn bara vel.
Helgin var fremur róleg, það komu að vísu nokkrir gestir en annars var ekkert merkilegt gert.

15. maí 2004

Jæja hvað segja nú allir í dag??? Brynja systir mín kom í kaffi og kenndi mér að setja mynd inn á síðuna, hvað finnst ykkur um það? Þetta er að vísu ekki nýjasta myndin af mér en ég var bara fyrst og fremst að læra að setja hana inn. Það kemur bara nýrri mynd seinna.

13. maí 2004

Komið þið nú öll margblessuð og sæl!!!!
Nú hef ég sitið sveitt og skrifað um einstaklingnámskrár en sú vinna er næstum lokið.
Eftir að öllu þessu er lokið og ég búin að laga til þá er ég að hugsa mér að skella mér í ræktina og þá verður lúkkið sko fullkomnað. Mér varð það nefnilega til happs að vinna mér inn mánaðarkort í Vaxtaræktina í gærkvöldi með því að leika Önnu Richardsdóttir í pínu litla stund (vandræðalegt moment en hvað með það). Jæja lítið annars að gerast hjá mér í bili.
Kveð að sinni.

11. maí 2004

Jæja þá eru prófin búin JIBBÍ, og nú koma betri tímar með blóm í haga (ég þarf þó að taka til í garðinum). Ari ég tel að sumarið sé komið allavegna hér á síðunni minni það hætti í það minnsta að snjóa hér enda var þetta ekki hægt lengur þar sem prófin eru búin og við stökkvum út í sumarið af fullum krafti ein og kýrnar á vorin. Jæja hvað með það við vorum öll stórglæsileg í prófinu og við náum því í það minnsta á lúkkinu. Það eina sem skyggir á gleðina í dag er að þetta djö.... verkefni er ennþá eftir. jæja vindum okkur bara í það og klárum það í einum grænum.

10. maí 2004

jæja gott fólk nú er ég loksins að blogga sökum fjölda áskoranna (aðallega frá Sigrúnu og það var ekki einu sinni áskorun hún hálf skammaði mig fyrir að blogga ekki). En jæja nóg með það ég virðist samkvæmt Sigrúnu geta komist í gegnum siðfræðiprófið á lúkkinu einu saman (það er gott þegar fólki finnst maður líta vel út). Siðfræðiprófið er sem sagt í dag eða eftir u.þ.b. fjóra klukkutíma og ég held að þó að ég myndi lesa fram á síðustu mínútu þá skilaði það ekki meiru en það sem fyrir er komið og ég ákvað þá að hætta að lesa og fara að blogga í staðinn.
Annars er lítið að frétta, þetta próf er seinna prófið hjá okkur á yngri barna sviði (nema fyrir þá sem þurftu að taka stærðfræðina upp aftur (sorry Sigrún)). Tölfræðiprófið er búið og bíður maður eftir einkunum þar. Ég er kannski ekkert voðalega bjartsýn með það þar sem ég var ekki koimin með nýja lúkkið þá. Man það næst þegar ég fer í próf að fara í klippingu FYRIR próf.
Annað.... Ef engin fer að kommenta hjá mér þá hætti ég að blogga........(punktur).