Ég er ennþá á lífi þó ég hafi ekki bloggað í nokkra daga. Ég fór til Grenivíkur í gær og hjálpaði Brynju systir að þrífa örlítið íbúðina sem hún er að fara úr. Þegar við vorum búnar settumst við út í sólskynið og kjöftuðum. Við byrjuðum að planleggja ferð upp á Kaldbak og komumst að því að við þyrftum örugglega að hafa þetta eins og mennirnir sem fara upp á Everest því við þyrftum að setja upp fyrstu og aðrar búðir því ekki reiknuðum við með að fara þetta á einum degi (hehehe). Við þurfum líka að útvega okkur súrefniskúta ef við skyldum ekki þola þunna loftið þarna uppi.
Nei nei þetta er bara smá spaug við ætlum bara að gefa okkur góðan tíma í þetta, fara með nesti (ekki nýja skó maður fær bara hælsæri) og myndavél því ofan af Kaldbak á að vera besta útsýnið yfir Eyjafjörð.
Fyrir þá sem ekki vita á ég afmæli á laugardaginn og þarf því að fara að baka ef einhverjir koma til með að kíkja í kaffi (þið ráðið því hvort þið takið þessu sem boði).
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim