Hulda Guðný Jónsdóttir

22. ágúst 2004

Skrifum verður stillt í hóf um óákveðinn tíma þar sem ég er fingurbrotin.

9. ágúst 2004

Ég er ekki dáin og ég er ekki djammfíkill eins og sumir sem ég þekki.

Það sem hefur gerst hjá mér síðan ég bloggaði síðast er nú ekki mikið. Við fórum að vísu í útilegu um verslunarmannahelgina, vorum í góðu veðri á tjaldsvæðinu á Sigríðarstöðum (þingeyska loftið var æðislegt). Þar var haldin brenna fyrir tjald- og sumarbústaðargesti á laugardagskvöldinu og var stemming mikil þegar lagið var tekið, við þurfum sko engan Árna Johnsen þangað. Á aðfararnótt sunnudagsins vöknuðum við þvílíkt rifrildi að annað eins er ekki í manna minnum og vorum við viss um að við myndum rekast á einhvern dauðan á túninu en sem betur fer varð sú ekki raunin. Málið var að á föstudagskvöldinu komu tvenn fellihýsi og eitt hústjald en á laugardeginum komu önnur tvö fellihýsi og risa hjólhýsi og voru íbúendur í þessum hýsum að rífast eitthvað og snérist málið eitthvað um það hver kom á undan (þvílík barnalæti).

Ég var bara stillt og góð alla helgina og drakk nánast ekkert fékk mér þó örlítið viskí út í kakó fyrir svefninn til að freista þess að sofa betur.

Síðasta laugardagskvöld var okkur boðið í slotið uppi í heiði hjá tengdó í mat. Það lukkaðist svona ljómandi fínt, við lifðum allavegna af. hehehehehe

Siddi er búinn að vera í sumarfríi í tvær vikur en byrjaði að vinna aftur í dag en það vildi ekki betur til en rétt fyrir hádegi snéri hann sig á fæti en hélt daginn út og fór svo á FSA og kom í ljós að hann er illa tognaður og verður fóturinn ekki góður fyrr en eftir u.þ.b. þrjá mánuði. Hann ætlar þó að fara að vinna á morgun þar sem hann er ekki brotinn (ætli ég sé svona leiðinleg, hann fer frekar slasaður í vinnuna en að vera heima hjá mér).

Svo er skólinn að byrja eftir tæpa viku. Óþarfi að segja meira um það.