Hulda Guðný Jónsdóttir

26. maí 2005

It is happening

Ég er þó ekki að meina brúðkaupið í þetta skiptið heldur stóra daginn næstkomandi sunnudag en þá verður hin síunga ég þrítug vááá hvað það var stutt síðan ég var tvítug það er eins og það hafi gerst í gær (ég man þó lítið eftir afmælinu mínu þá). Jæja hvað með það ég ákvað að hafa smá kaffi fyrir gesti og gangandi ef einhverjir kæmu til að fagna þessum áfanga með mér eða þá til að votta samúð. hehehe. Vikuna eftir er svo stóri dagurinn og er allt að verða tilbúið fyrir hann.
Laugardaginn þar á eftir er svo útskirftin en ég kaus að halda ekki veislu þá því tvær veislur eru alveg nóg fyrir mig. Eftir allt þetta ætla ég svo að fara í sumarbústað með fjölskyldunni til að slappa af eftir annríkið og þá dugar ekkert minna en þingeyskt fjallaloft til að hlaða batteríin. Um leið og við komum úr bústaðnum er haldið í Ljósavatnsskarð (nánar tiltekið í Sigríðarstaði) á ættarmót. ÚFFFFF hvernig ætli að það sé að vera í sumarfríi. Fyrir utan þetta ætla ég svo að vera með son vinkonu minnar í sumar þ.e. þegar hún er ekki í sumarfríi. Þetta verður örugglega allt fínt ég næ þá bara að slappa af í jólafríinu......hehehehe
Endilega að kíkja við á sunnudaginn ég er búin að vera svo dugleg að baka og ekki hætt enn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim