Hulda Guðný Jónsdóttir

16. júní 2005

loksins friður

Jæja núna er ég orðin þrítug, búin að gifta mig og svo útskrifast.
Allt byrjaði þetta rólega með afmælið mitt því ég var fárveik og þurfti Brynja systir að redda veislunni að mestu leyti (takk kærlega Brynja mín). Veislan tókst þó ágætlega og náði ég að halda mér vakandi á meðan gestirnir voru.
Brúðkaupið var stórkostlegt nema að einu leyti. Þegar ég var sótt áttaði ég mig á því að ég gleymdi brúðarvendinum hjá ömmu hans Sidda (þar var mitt athvarf fram að athöfninni) og var hann því læstur inni. Við brunuðum því upp í kirkju til að fá lykla af húsinu og fengu allir gestirnir vægt fyrir hjartað þegar amma hans Sidda strunsaði fram og til baka með lyklana. Þegar vöndurinn komst loks í hús þurfti hann Addi minn að bregða sér á snyrtinguna en með öllu þessu klúðri tafðist athöfnin örugglega um 15. mín en Sr. Svavar sagði að metið væri víst 40. mín svo ég var í góðum málum.
Útskitfin var helgina þar á eftir og ákvað ég að hafa enga veislu enda höfðu vinir og ættingjar fengið tvær áður. Mamma bauð okkur í staðin út að borða og allt var það í lagi.
Á morgun er ég svo að fara í sumarbústað að Illugastöðum og fyrir þá sem vilja gleðja okkur með nærveru sinni verðum við í bústað númer 9 og endilega að koma með sundfatnað þar sem nýlega er búið að setja niður heitan pott á sólpallinn.
Helgina þar á eftir fer ég svo á ættarmót svo vonandi hef ég frá einhverju skemmtilegu að segja næst.
Því miður kann ég ekki að setja myndir inn á þessa síðu því annars hefði ég getað sett inn myndir úr brúðkaupinu.

Takk í bili