Hulda Guðný Jónsdóttir

29. júní 2004

Jæja loksins get ég farið að blogga aftur, Addi var ekki fyrr búinn að jafna sig á pestinni en ég nældi mér í hana líka og er bara rétt að skríða í mitt fyrra horf.
Þannig að það eru svo sem engar fréttir frá mér nema þið viljið heyra um veikindin mín sem ég efast þó stórlega um. Ég hef þó reynt að fylgjast með EM þar sem mínir menn (hollendingar) eru enn inni þar sem þeir unni Svíþjóð svo glæsilega eftir spennandi vítaspyrnukeppni.
Við erum að spá í að demba okkur í útilegu um helgina ef veðrið helst viðunandi (vonandi rignir ekki hér norðan lands). Annars sagði Addi við mig að við gætum alveg farið í útilegu þó að ég sé veik við bara tækjum með okkur hitamælinn og verkjatöflurnar (hann deyr ekki ráðalaus drengurinn).
Annars var ég fúl við hann Adda um daginn og greinilegt að hann hafði ekki mikið álit á eldamennsku móður sinnar þar sem við sátum við kvöldmatarborðið einn daginn. Í hvert skipti sem hann stakk upp í sig bita muldraði hann "þessi biti er ekki eitraður"!!!!!! hvað er barnið eiginlega að meina???? ég veit ekki til þess að ég hafi eitrað fyrir nokkrum manni um ævina. Það er eins gott að hann fari ekki að blaðra um allt að hann haldi að maturinn minn sé eitraður, ég nenni ekki að fá barnaverndarnefnd inn á gafl hjá mér.
Jæja þetta er orðið ágætt, ég ætla að reyna að komast í búðir þar sem ég hef ekki komist lengi.

15. júní 2004

Addi minn er búinn að vera með fjörutíu stiga hita síðan á fimmtudagskvöld svo það hefur verið nóg að gera hjá mér síðan þá. Við fórum með hann til læknis á sunnudaginn og var hann þá settur á pensilín (gaman gaman). Núna er hann sem betur fer að hressast svo að ég get farið að láta sjá mig meðal fólks aftur.

8. júní 2004

Það gerist nú ekki mikið hjá mér þessa dagana, læt mér yfirleitt bara leiðast með börnunum og verð stundum alveg brjáluð á þeim. Nei nei þetta eru svoddan englar eins og mamman (hehehehe). Það er bara ekkert að gerast hjá mér, ég er að verða fráhverf garðinum hjá mér af því að ég rakst á geitung í gær og ef mér er illa við einhver dýr þá eru það geitungar, kóngulær eru bara fallegar við hliðina á þeim.
Af og til (oft) er ég með fleiri börn en mín eigin en það er svo sem ekkert nýtt og bara gaman stundum, sérstaklega núna þegar ég hef lítið annað að gera.
Jæja best að hætta þessu af því að Brynja systir er á leiðinni með börnin sín tvö.