Hulda Guðný Jónsdóttir

20. júlí 2004

Jæja það mætti halda að það væri brjálað að gera hjá mér og ég hefði engan tíma til að blogga en sú er nú ekki raunin. Við fórum að vísu í sumarbústað í Öxarfirðinum fyrir rúmri viku og dvöldum þar yfir helgi. Einnig erum við að spá í að fara í útilegu um verslunarmannahelgina þar sem við nennum ekki að vera í bænum þegar hann er fullur af fólki.
Því miður er svo fríið alveg að verða búið því það er ekki mánuður þangað til skólinn byrjar aftur. Mig hlakkar þó svo til að byrja í vettvangsnáminu í haust en ég verð í Giljaskóla og með mér verður Aðalheiður Skúladóttir. Við eigum sko eftir að taka þetta með trompi.

7. júlí 2004

Um síðustu helgi fórum við í útilegu austur í Ljósavatnsskarð, nánar tiltekið í Sigríðarstaði þaðan sem ég á ættir mínar að rekja. Mamma fór með okkur og tók hún með sér börn systur minnar sem gerði sér lítið fyrir á meðan og trúlofaði sig (Til hamingju Brynja og Gunni). Ásrún vinkona mín kom einnig með og hafði hún meðferðis son sinn. Þetta heppnaðist allt mjög vel og komu nokkrir í heimsókn til okkar á laugardaginn og fengum við þá að hafa eitt auka barn hjá okkur seinni nóttina. Sjáið hvernig þetta er ég fer í útilegu og er samt með aukabörn..... Hvers á ég að gjalda... Hvað þarf maður að gera til að fá frí.... hmmm kannski þarf ég bara að segja nei en þeir sem þekkja mig vita að ég á erfitt með það.