Jæja dagarnir þokast áfram en lítið gerist. Við fórum í sveitaferð á fimmtudaginn síðasta og skoðuðum litlu lömbin. Yngri sonur minn kom hlaupandi til mín og sagði að stóra lambið ætti tvö lítil lömb, annað svart og hitt hvítt. Drengirnir mínir voru þó ekkert of hrifnir af lyktinni í fjárhúsunum allavegna ekki sá eldri. Ég og systir mín skemmtum okkur konunglega og vorum hreinlega eins og heima hjá okkur. Sonur systur minnar sem er 4. ára fannst kindurnar heldur óþrifalegar að gera stykkin sín þar sem þær stóðu og sagði að maðurinn (bóndinn) þyrfti að kaupa klósett handa kindunum. Annars gekk dagurinn bara vel.
Helgin var fremur róleg, það komu að vísu nokkrir gestir en annars var ekkert merkilegt gert.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim