Hulda Guðný Jónsdóttir

26. maí 2005

It is happening

Ég er þó ekki að meina brúðkaupið í þetta skiptið heldur stóra daginn næstkomandi sunnudag en þá verður hin síunga ég þrítug vááá hvað það var stutt síðan ég var tvítug það er eins og það hafi gerst í gær (ég man þó lítið eftir afmælinu mínu þá). Jæja hvað með það ég ákvað að hafa smá kaffi fyrir gesti og gangandi ef einhverjir kæmu til að fagna þessum áfanga með mér eða þá til að votta samúð. hehehe. Vikuna eftir er svo stóri dagurinn og er allt að verða tilbúið fyrir hann.
Laugardaginn þar á eftir er svo útskirftin en ég kaus að halda ekki veislu þá því tvær veislur eru alveg nóg fyrir mig. Eftir allt þetta ætla ég svo að fara í sumarbústað með fjölskyldunni til að slappa af eftir annríkið og þá dugar ekkert minna en þingeyskt fjallaloft til að hlaða batteríin. Um leið og við komum úr bústaðnum er haldið í Ljósavatnsskarð (nánar tiltekið í Sigríðarstaði) á ættarmót. ÚFFFFF hvernig ætli að það sé að vera í sumarfríi. Fyrir utan þetta ætla ég svo að vera með son vinkonu minnar í sumar þ.e. þegar hún er ekki í sumarfríi. Þetta verður örugglega allt fínt ég næ þá bara að slappa af í jólafríinu......hehehehe
Endilega að kíkja við á sunnudaginn ég er búin að vera svo dugleg að baka og ekki hætt enn.

15. maí 2005

Eg er buin

Vá hvað er langt síðan ég bloggaði síðast enda hefur verið mikið að gera. Lokaritgerð búin, próf búin og þannig er búið mitt kennaranám og verður útskrift þann 11. júní.
Ég er einnig komin með vinnu næsta haust við sérdeildina í Síðuskóla þar sem ég verð með nemendur sem eru einhverfir eða á eftir í námi en geta verið inni í bekk. Annars var ég farin að halda að ég fengi ekki vinnu hér í bænum.
Eins er ég búin að vera að undirbúa brúðkaup en fyrir þá sem ekki vita þá vafðist ofan af hnútnum sem var á tungunni á Sidda á nýársdag og bað hann mín loksins eftir margra ára bið. Athöfnin verður á sjómannadag og getið þið einhver sem lesið þessa síðu átt von á boðskorti í næstu viku vonandi (ef pósturinn skilar sínu starfi almennilega).
Nýlega fór ég í heimsókn til mömmu á Grenivík (það er eins og ég sé alltaf þar) og einnig skrapp ég til Brynju systir og söng þá í fyrsta skipti í sing star. Ég stóð mig nú ágætlega þó ég var drullukvefuð og verður gaman að sjá hvort ég nái ekki að bæta mig eitthvað í þessu en þetta er þrælskemmtilegt. Það sem helst skyggði á er að einu lögin þar sem ég fékk fleiri stig en Brynja voru lög með Spice Girls og George Michael (ég vona að þetta segi ekki mikið um hvaða tónlist ég hlusta á).
Siddi er kominn og farinn aftur en hann kemur í land daginn fyrir brúðkaupið en sem betur fer var hann svo duglegur í síðustu inniveru að það eina sem ég þarf að gera fyrir brúðkaupið er að sækja hluti og ganga frá, hann sá um að panta allt saman. Hann fer svo sem betur fer í frítúr eftir sjómannadaginn og ætlum við þá að slappa af í sumarbústað og fara svo á ættarmót.

Fyrir þá sem ekki vita lést hún amma mín Hulda Laufey Davíðsdóttir þann 19. apríl síðastliðin og þar sem ég var þá að leggja lokahönd á lokaritgerð mína var tilvalið að ég myndi tileinka hana minningu ömmu og var það samþykkt af leiðsagnarkennara mínum.

Well that´s all for now ég þarf að laga aðeins til þar sem ég bauð nánast allri fjölskyldunni í mat í kvöld.