jæja gott fólk nú er ég loksins að blogga sökum fjölda áskoranna (aðallega frá Sigrúnu og það var ekki einu sinni áskorun hún hálf skammaði mig fyrir að blogga ekki). En jæja nóg með það ég virðist samkvæmt Sigrúnu geta komist í gegnum siðfræðiprófið á lúkkinu einu saman (það er gott þegar fólki finnst maður líta vel út). Siðfræðiprófið er sem sagt í dag eða eftir u.þ.b. fjóra klukkutíma og ég held að þó að ég myndi lesa fram á síðustu mínútu þá skilaði það ekki meiru en það sem fyrir er komið og ég ákvað þá að hætta að lesa og fara að blogga í staðinn.
Annars er lítið að frétta, þetta próf er seinna prófið hjá okkur á yngri barna sviði (nema fyrir þá sem þurftu að taka stærðfræðina upp aftur (sorry Sigrún)). Tölfræðiprófið er búið og bíður maður eftir einkunum þar. Ég er kannski ekkert voðalega bjartsýn með það þar sem ég var ekki koimin með nýja lúkkið þá. Man það næst þegar ég fer í próf að fara í klippingu FYRIR próf.
Annað.... Ef engin fer að kommenta hjá mér þá hætti ég að blogga........(punktur).

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim