Hulda Guðný Jónsdóttir

28. mars 2005

Á bólakafi

Jæja nú er ég nýkomin frá Grenivík þar sem ég var til að sökkva mér í vinnu við lokaritgerð. Það gekk bara nokkuð vel að gleyma sér í vinnu en veðrið var allt of gott til að hanga inni allan daginn þannig að af og til fór ég með mömmu í göngutúr.

Siddi fór á sjó þó Sléttbakur hafi verið seldur en hann fór að systurskipið sem heitir Þór og er frá Hafnarfirði (það skemmir ekki nafnið á skipinu). Þannig að ég þarf ekki að hafa áhyggjur á að ég vanræki hann því hann kemur örugglega ekki heim fyrr en lokaritgerð hefur verið skilað. Ég þarf þá bara að hafa áhyggjur á að ég sé að vanrækja börnin.

Það þarf varla að fara fleiri orðum um veðurblíðuna sem hefur verið um páskana en það var jafnvel glæsilegt veður á Grenivík svo þið sem hafið mest haft út á Grenivík að setja sjáið að veður getur líka verið gott þar það er varla hægt að tala um að það hafi verið hafgola.

Jæja ég ætla að slappa af í kvöld og góna á sjónvarpið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim