Hulda Guðný Jónsdóttir

11. maí 2004

Jæja þá eru prófin búin JIBBÍ, og nú koma betri tímar með blóm í haga (ég þarf þó að taka til í garðinum). Ari ég tel að sumarið sé komið allavegna hér á síðunni minni það hætti í það minnsta að snjóa hér enda var þetta ekki hægt lengur þar sem prófin eru búin og við stökkvum út í sumarið af fullum krafti ein og kýrnar á vorin. Jæja hvað með það við vorum öll stórglæsileg í prófinu og við náum því í það minnsta á lúkkinu. Það eina sem skyggir á gleðina í dag er að þetta djö.... verkefni er ennþá eftir. jæja vindum okkur bara í það og klárum það í einum grænum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim