Hulda Guðný Jónsdóttir

30. maí 2004

Jæja þetta var frábær dagur hjá mér í gær, það kom fullt af fólki í kaffi auk þess sem margir hringdu, sendu skilaboð og settu hér inn afmæliskveðju. Þakka ég öllum fyrir mig.
Helga ég þakka vel fyrir ráðleggingarnar með garnhnykilinn til að rata aftur heim.
Nú er formúlan búin í dag og náði ég að halda mér vakandi alla keppnina sem hefur ekki gerst í síðustu tveimur keppnum. Auðvitað vann Schumacker og Barrichello í öðru en báðir McLaren bílarnir duttu út (aumingja þeir, gengur KANNSKI betur næst).
Núna ætla ég að reyna að koma sláttuvélinni í gang og slá blettinn því ég nenni ekki að horfa á Indy 500 kappaksturinn sem fer að byrja á Sýn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim