Hulda Guðný Jónsdóttir

11. ágúst 2005

Loksins

Jæja þá er nú best að setjast við skriftir til að láta vita hvað hefur gerst hjá mér síðan ég bloggaði síðast.

hmmm við fórum auðvitað í sumarbústaðinn sem var yndislegt þrátt fyrir að veðrið hefði mátt vera betra og eins má segja um ættarmótið. Á ættarmótinu var greinilegt hvaða fólk hafði mesta úthaldið og er því verið að spá í að afkomendur afa og ömmu ættu að hittast einu sinni á ári þarna á tjaldsvæðinu og styð ég þá tillögu heils hugar.

Við höfum farið í all nokkrar útilegur síðan og allar í Sigríðarstaði þar sem þar er lang best að vera. Við keyptum okkur nefnilega fellihýsi í sumar og geymum við það fyrir austan þar sem ég treysti mér ekki að keyra með það yfir Víkurskarðið og þar sem Siddi er farinn á sjóinn þá var fínt fyrir mig að þurfa ekkert nema að tjalda því þegar við fórum austur um verslunarmannahelgina.

Nú annað er það að segja að ég er loksins að fara að vinna eftir þriggja ára háskólanám og hlakkar mig mjög svo til að byrja (ég held að stressið komi síðar).

Ég er því að spá í að fara til Grenivíkur og verða þar um helgina svo ég geti kannski örlítið slappað af áður en herlegheitin byrja því undirbúningur fyrir kennslu þessa veturs hefst á mánudaginn.

BÍB (bless í bili)