Hulda Guðný Jónsdóttir

30. október 2004

Jæja nú var kennaraverkfalli frestað og því mæti ég galvösk upp í Giljaskóla eldsnemma á mánudagsmorgun.
Annars hefur nú lítið gerst, skrapp þó til Grenivíkur í dag og heimsótti bæði yngri systur mína og móður.
Siddi ennþá á sjónum en sem betur fer er túrinn rúmlega hálfnaður þannig að það styttist í að hann komi heim.
Í síðasta pósti bað ég ykkur um að gæta að því hvað þið skrifið en lítið annað hefur verið talað en hjálpartækjabúðir hmmmmm..... eins gott að mamma er ekki alltaf á netinu....hehehehe

22. október 2004

Jæja enn eitt föstudagskvöldið runnið upp og mér dauðleiðist. Gat kallinn ekki valið betri tíma til að fara á sjó en akkúrat í miðju kennaraverkfalli. Ég hef svo sem alveg nóg að gera ef ég bara nennti en á maður endilega að standa á haus við að þrífa langt fram á kvöld????? nei það á sko ekki við mig. Ég held að verkfallið sé farið að fara illilega í skapið á mér, eða ætli það sé af því að Siddi fór á sjó? hmmmmm kannski sitt lítið að hverju.
Núna verð ég að passa mig hvað ég set hér inn af því að mamma mín er komin með netið þannig að þið sem á mig kommentið farið varlega í soraskap af því að mamma gæti verið að lesa. Óskar passaðu þig líka og hættu að tala um G-strengi hehehehehe það væri nú skondið, ætli mamma viti hvað G-strengur er???
Jæja nóg af þessu tuði, ef einhver er þarna úti þá er um að gera að senda mér hlýja strauma í karlmannsleysinu.

17. október 2004

Ari ég svara þér bara hérna en Siddi fór á SLÉTTBAK en ekki Sólbak þó hann sé vissulega meira í umræðunni. Ég neita að tjá mig um Sólbaksmálið þó mágur minn sé þar en honum líkar samningurinn vel og hans fjölskyldu þ.e. systur minni.
Annars er nokkuð gott hjá mér að frétta, búin að mála eitt herbergi og gera það fínt og svo er eins líklegt að ég nenni ekki meiru hehehehe æji þið þekkið mig. Að vísu er ég að kynna mér allt um Stein Steinarr þar sem ég er að fara að fjalla um hann í byrjun Nóvember í Íslenskum bókmenntum 0153 en það er valfag hjá mér og sem betur fer tók ég það núna til að hafa eitthvað að gera í verkfallinu.

10. október 2004

Halló halló

Enn er kennaraverkfall og vonandi fer nú að semjast svo ég geti nú klárað æfingakennsluna. Þar fyrir utan eru börnin orðin brjáluð að geta ekki farið í skólann, nema kannski Addi sem er feginn að ekki sé neitt heimanám, en af því að hann á svo leiðinlega mömmu sem lætur hann lesa heima á hverjum degi þá er hann farinn að vonast til að fá að fara í skólann aftur.

Siddi er farinn á sjóinn :( þannig að ég er orðin grasekkja og verð það í u.þ.b. 40 daga, þetta er fáránlegt. Þess vegna fór ég til Grenivíkur í gær (laugardag) og gisti hjá mömmu en hún var að kaupa sér tölvu (að sjálfsögðu makka) og hún þurfti kennslu á vélina. Svo hélt hún náttúrulega fyrir mér vöku með því að leggja kapal í tölvunni fram til morguns.

Jæja b.í.b. (bless í bili (Bangsímon))