Hulda Guðný Jónsdóttir

22. október 2004

Jæja enn eitt föstudagskvöldið runnið upp og mér dauðleiðist. Gat kallinn ekki valið betri tíma til að fara á sjó en akkúrat í miðju kennaraverkfalli. Ég hef svo sem alveg nóg að gera ef ég bara nennti en á maður endilega að standa á haus við að þrífa langt fram á kvöld????? nei það á sko ekki við mig. Ég held að verkfallið sé farið að fara illilega í skapið á mér, eða ætli það sé af því að Siddi fór á sjó? hmmmmm kannski sitt lítið að hverju.
Núna verð ég að passa mig hvað ég set hér inn af því að mamma mín er komin með netið þannig að þið sem á mig kommentið farið varlega í soraskap af því að mamma gæti verið að lesa. Óskar passaðu þig líka og hættu að tala um G-strengi hehehehehe það væri nú skondið, ætli mamma viti hvað G-strengur er???
Jæja nóg af þessu tuði, ef einhver er þarna úti þá er um að gera að senda mér hlýja strauma í karlmannsleysinu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim