Jæja það mætti halda að það væri brjálað að gera hjá mér og ég hefði engan tíma til að blogga en sú er nú ekki raunin. Við fórum að vísu í sumarbústað í Öxarfirðinum fyrir rúmri viku og dvöldum þar yfir helgi. Einnig erum við að spá í að fara í útilegu um verslunarmannahelgina þar sem við nennum ekki að vera í bænum þegar hann er fullur af fólki.
Því miður er svo fríið alveg að verða búið því það er ekki mánuður þangað til skólinn byrjar aftur. Mig hlakkar þó svo til að byrja í vettvangsnáminu í haust en ég verð í Giljaskóla og með mér verður Aðalheiður Skúladóttir. Við eigum sko eftir að taka þetta með trompi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim