Hulda Guðný Jónsdóttir

7. júlí 2004

Um síðustu helgi fórum við í útilegu austur í Ljósavatnsskarð, nánar tiltekið í Sigríðarstaði þaðan sem ég á ættir mínar að rekja. Mamma fór með okkur og tók hún með sér börn systur minnar sem gerði sér lítið fyrir á meðan og trúlofaði sig (Til hamingju Brynja og Gunni). Ásrún vinkona mín kom einnig með og hafði hún meðferðis son sinn. Þetta heppnaðist allt mjög vel og komu nokkrir í heimsókn til okkar á laugardaginn og fengum við þá að hafa eitt auka barn hjá okkur seinni nóttina. Sjáið hvernig þetta er ég fer í útilegu og er samt með aukabörn..... Hvers á ég að gjalda... Hvað þarf maður að gera til að fá frí.... hmmm kannski þarf ég bara að segja nei en þeir sem þekkja mig vita að ég á erfitt með það.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim