Það gerist nú ekki mikið hjá mér þessa dagana, læt mér yfirleitt bara leiðast með börnunum og verð stundum alveg brjáluð á þeim. Nei nei þetta eru svoddan englar eins og mamman (hehehehe). Það er bara ekkert að gerast hjá mér, ég er að verða fráhverf garðinum hjá mér af því að ég rakst á geitung í gær og ef mér er illa við einhver dýr þá eru það geitungar, kóngulær eru bara fallegar við hliðina á þeim.
Af og til (oft) er ég með fleiri börn en mín eigin en það er svo sem ekkert nýtt og bara gaman stundum, sérstaklega núna þegar ég hef lítið annað að gera.
Jæja best að hætta þessu af því að Brynja systir er á leiðinni með börnin sín tvö.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim