Finally
Jæja loksins er ég mætt aftur. Kallinn kominn heim og allt en einungis til að stoppa í nokkra daga og fara svo aftur út á sjó og kemur ekki aftur heim fyrr en á Þorláksmessu. huhh er ég svoooooonna leiðinleg? Nei nei þetta verður bara að hafa sinn gang ég kaus að búa með manni sem hefur sjómannsblóð í æðum og verð því að taka þessu. Kannski er þetta ágætt því hann fylgist þá ekki með þegar ég eyði peningunum sem hann aflar. hehehe. Hvað með það ég kláraði einstaklingstíma mína í dag í Giljaskóla og voru nemendur hálf klökkir þegar kennslustundinni var lokið og var mér boðið að mæta á litlu jólin þar þann 17. des. Hver veit nema ég bara skelli mér. Ennþá eru þó eftir tólf tímar sem við Alla Skúla kennum saman en þeim lýkur á þriðjudaginn næsta og þá verður lokið minni æfingakennslu og hef ég bæði haft mikið gagn og mikið gaman af.
Jæja ég verð víst að fara yfir einhver verkefni sem ég ekki náði að fara yfir í skólanum í dag af því að Addi er kominn með gubbupesti. ÆÐI
kveðja í bili
Hulda Guðný
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim