Jæja er ekki allt gott að frétta hjá ykkur þarna úti?
Dóri minn ég gæti ALDREI fargað IOGT könnunni þar sem ég tel hana ekki lengur sem mína eign heldur þína þar sem þú ert og hefur alltaf verið og munt alltaf vera stúkumaður. Svo fékkstu smá bónus þar sem ég bætti þinni bloggsíðu hér til hliðar.
Annars er allt nokkuð gott í fréttum (fyrir utan verkfall). nema þó helst það að um kvöldmatarleitið þurfti ég að fara með Adda minn upp á sjúkrahús þar sem hann datt hér í stiganum og slasaði sig á fingri (þeir sem núna hlægið, HÆTTIÐ ÞVÍ) hann er að líkindum ekki brotinn greyið en þarf að fara í myndatöku í fyrramálið. Það sem grátlegast var við þessa ferð á sjúkrahúsið var það að sami læknir skoðaði Adda og skoðaði mig um daginn og spurði hann hvort slys á fingrum væri ættgengt. Svo þið sem eruð þarna úti og eruð skyld mér á einhvern máta PASSIÐ VEL Á YKKUR FINGURNA!!!!
Annað er það að túrinn hjá Sidda verður að öllum líkindum lengdur og í stað þess að koma eftir helgi þá kemur hann örugglega ekki fyrr en eftir hálfan mánuð. Hvar eru þessar hjálpartækjabúðir???????????????
Annars ekkert meira í fréttum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim