Hulda Guðný Jónsdóttir

24. mars 2004

Jæja nú er nær liðinn mánuður síðan ég skrifaði eitthvað hér síðast svo að það leiðir af sér að ég er enginn hevý bloggari... en jæja hvað með það nóg annað hefur verið að gerast hjá mér og má þá helst nefna nemendasíningu í faginu LHF 0153 sem haldin var í Ketilhúsi laugardaginn 20. mars. Síningin gekk mjög vel og aðsókn var meiri en nokkurt okkar átti von á.
Þessi síða mín hér tekur hægum breytingum eins og sjá má en þetta er einungis eitthvað fikt í mér þegar ég þarf að taka mér pásu frá lærdómnum.
Ef einhver fylgist með þessari síðu má hann/hún vinsamlega láta mig vita svo ég geti fylgst með hvort einhver annar er þarna úti.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim